Skip to main content

Námstefna í samningagerð 1.-3. október

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Námstefna í samningagerð var haldin í annað sinn dagana 1.-3. október. Tæplega 80 manns sem eiga sæti í samninganefndum bæði stéttarfélaga og launagreiðenda á almennum og opinberum vinnumarkaði tóku þátt og fræddust um ýmis atriði sem hjálpað geta til við kjarasamningagerðina.

Hér má nefna atriði á borð við góð samskipti, teymisvinnu, lög og reglur á íslenskum vinnumarkaði, efnahagslegt samhengi kjarasamninga, samningafærni, samskipti og ábyrgð og kjarasamningagerð á tímum samfélagsmiðla.

Námstefnan var bæði fróðleg og skemmtileg og starfsfólk ríkissáttasemjara kann öllum þeim sem komu að henni bestu þakkir fyrir.

Boðun vinnustöðvunar

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Flugfreyjufélag Íslands hefur boðað vinnustöðvun flugfreyja um borð í flugvélum Primera Air Nordic SIA sem fljúga farþegum frá og til Íslands. Hafi samningar ekki tekist á milli aðila fyrir klukkan 6:00 þann 15. nóvember næstkomandi mun ótímabundin vinnustöðvun hefjast þá.

Ådne Cappelen í heimsókn

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Dagana 3.-5. október er Ådne Cappelen, hagfræðingur á norsku hagstofunni og formaður nefndar um tölfræðilegan undirbúning kjarasamningana í Noregi (TBU), í heimsókn hér á landi á vegum Embættis ríkissáttasemjara og Forsætisráðuneytisins.

Ådne Cappelen flutti fróðlegan fyrirlestur um starfsemi TBU í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag sem var sóttur af fulltrúm aðila vinnumarkaðarins, Hagstofunnar, Fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Forsætisráðuneytisins auk starfsfólks ríkissáttasemjara.

Í framhaldinu mun Ådne Cappelen funda með nefnd Forsætisráðuneytisins um um­bæt­ur á úr­vinnslu og nýt­ingu launa­töl­fræðiupp­lýs­inga og starfshópi í Fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem kannar nú fýsileika þess að taka upp heildartalningu á launagögnum að norskri fyrirmynd.