Skip to main content
Frétt frá ríkissáttasemjara

Námstefna í samningagerð 1.-3. október

Námstefna í samningagerð var haldin í annað sinn dagana 1.-3. október. Tæplega 80 manns sem eiga sæti í samninganefndum bæði stéttarfélaga og launagreiðenda á almennum og opinberum vinnumarkaði tóku þátt og fræddust um ýmis atriði sem hjálpað geta til við kjarasamningagerðina.

Hér má nefna atriði á borð við góð samskipti, teymisvinnu, lög og reglur á íslenskum vinnumarkaði, efnahagslegt samhengi kjarasamninga, samningafærni, samskipti og ábyrgð og kjarasamningagerð á tímum samfélagsmiðla.

Námstefnan var bæði fróðleg og skemmtileg og starfsfólk ríkissáttasemjara kann öllum þeim sem komu að henni bestu þakkir fyrir.