Samninganefndir Sameykis og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs undirrituðu kjarasamning um klukkan 5 í nótt. Verkfallsaðgerðum Sameykis gagnvart ríkinu, sem hófust á miðnætti hefur verið aflýst. Kjarasamningur nær til um 4000 félagsmanna Sameykis sem starfa hjá ríkinu. Samningurinn gildir til 31. mars 2023.
Samninganefndir Sameykis og Reykjavíkurborgar undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara á fjórða tímanum í nótt. Vinnustöðvunum félagsmanna Sameykis sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefur verið aflýst.
Kjarasamningurinn tekur til rúmlega 4000 starfsmanna borgarinnar og gildir til 31. mars 2023.
Kjarasamningur hefur verið undirritaður á milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB. Samhliða undirritun kjarasamningsins hefur vinnustöðvunum félaganna gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga verið aflýst.
Samningurinn tekur til um 7000 starfsmanna sveitarfélaga um allt land og gildir til 31. mars 2023.
Þau félög sem hafa undirritað kjarasamninginn og aflýst verkföllum gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga eru:
Kjölur, stéttarfélag í almannaþjónustu
Sameyki, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu
Samflot bæjarstarfsmannafélaga f.h. eftirtalinna stéttarfélaga,
Félag opinberra starfsmanna á Austarlandi
Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum
Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu
Starfsmannafélag Fjallabyggðar
Starfsmannafélag Fjarðabyggðar
Starfsmannafélag Húsavíkur
Starfsmannafélag Vestmannaeyja
Samstarf 6 bæjarstarfsmannafélaga f.h. eftirtalinnna stéttarfélaga,
FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu
Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
Starfsmannafélag Kópavogs
Starfamannafélag Mosfellsbæjar
Starfsmannafélag Suðurnesja
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands, fyrir hönd 18 aðildarfélaga sambandsins, og samninganefnd ríkisins undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. Samningurinn gildir til 31. mars 2023.
Samningurinn verður borinn undir atkvæði félagsmanna og er ráðgert að atkvæðagreiðslu um hann ljúki 26. mars.
Samúðarvinnustöðvun sem boðuð var 2. mars vegna félagsmanna Eflingar sem starfa hjá skólum sem eiga aðild að Samtökum sjálfstæðraskóla var í dag dæmd ólögmæt í Félagsdómi. Vinnustöðvunin kemur því ekki til framkvæmda, en hún átti að hefjast 9. mars.
Dóminn má nálgast á vef Félagsdóms.
Samninganefndir Sameykis og Strætó bs undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 15:00. Málinu var vísað til ríkissáttasemjara þann 31. janúar sl en kjarasamningur aðila rann út 31. mars 2019. Kjarasamningurinn bíður staðfestingar félagsmanna í atkvæðagreiðslu en hann gildir til 30. september 2023.
Embætti ríkissáttasemjara hafa borist tvær tikynningar um vinnustöðvanir frá Eflingu – stéttarfélagi.
Vinnustöðvanirnar eru ótímabundnar og hefjast klukkan 12:00 mánudaginn 9. mars.
Annars vegar er um að ræða boðun vinnustöðvunar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga:
Vinnustöðvunin tekur til allra félagsmanna Eflingar sem vinna hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfus skv. kjarasamningi Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Á kjörskrá voru 274. Greidd atkvæði voru 131 og af þeim samþykktu 114 verkfallsboðun, eða 87%.
Hins vegar er um að ræða boðun samúðarvinnustöðvunar vegna félagsmanna Eflingar sem starfa hjá skólum sem eiga aðild að Samtökum sjálfstæðra skóla:
Samúðarvinnustöðvunin tekur til allra félagsmanna Eflingar sem vinna hjá skólum sem eiga aðild að Samtökum sjálfstæðra skóla.
Á kjörskrá var 291. Greidd atkvæði voru 152 og af þeim samþykktu 137 verkfallsboðun, eða 90%.
Skólarnir sem samúðarverkfallið beinast einkum að eru:
- Vinagarður, Reykjavík (rekstraraðili: KFUM og KFUK á Íslandi)
- Leikskólinn Sjáland, Garðabæ (rekstraraðili: Sjáland ehf.)
- Leikskólinn Sælukot, Reykjavík (rekstraraðili: Sælutröð)
- Leikskólinn Vinaminni, Reykjavík (rekstraraðili: Leikskólinn Vinaminni ehf)
- Leikskólinn Lundur, Reykjavík (rekstraraðili: Lundur ehf)
- Skerjagarður, Reykjavík (rekstraraðili: Skerjagarður ehf)
- Fossakot, Reykjavík (rekstraraðili: LFA ehf)
- Korpukot, Reykjavík (rekstraraðili: LFA ehf)
- Laufásborg, Reykjavík (rekstraraðili: Hjallastefnan ehf)
- Askja, Reykjavík (rekstraraðili: Hjallastefnan ehf)
- Barnaskóli Hjallastefnunnar Reykjavík, Reykjavík (rekstraraðili: Hjallastefnan ehf)
- Skóli Ísaks Jónssonar, Reykjavík (rekstraraðili: Skóli Ísaks Jónssonar ses.)
- Regnboginn, Reykjavík (rekstraraðili: Dignitas ehf)
- Mánagarður, Reykjavík (rekstraraðili: Félagsstofnun stúdenta)
- Sólgarður, Reykjavík (rekstraraðili: Félagsstofnun stúdenta)
- Leikgarður, Reykjavík (rekstraraðili: Félagsstofnun stúdenta)
- Ársól, Reykjavík (rekstraraðili: Skólar ehf)
- Suðurhlíðarskóli, Reykjavík (rekstraraðili: Kirkja aðventista)
- Barnaheimilið Ós, Reykjavík (rekstraraðili: Barnaheimilið Ós)
- Tjarnarskóli, Reykjavík (rekstraraðili: Tjarnarskóli ehf)
- Waldorfskólinn Lækjarbotnum, Kópavogi (rekstraraðili: Waldorfskólinn í Lækjarbotnum)
- Waldorfskólinn Sólstafir, Reykjavík (rekstraraðili: Waldorfleikskólinn Sólstafir)