Skip to main content
Frétt frá ríkissáttasemjara

Vinnustöðvanir Eflingar – stéttarfélags

By 2. mars, 2020mars 9th, 2020No Comments

Embætti ríkissáttasemjara hafa borist tvær tikynningar um vinnustöðvanir frá Eflingu – stéttarfélagi.

Vinnustöðvanirnar eru ótímabundnar og hefjast klukkan 12:00 mánudaginn 9. mars.

Annars vegar er um að ræða boðun vinnustöðvunar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga:

Vinnustöðvunin tekur til allra félagsmanna Eflingar sem vinna hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfus skv. kjarasamningi Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Á kjörskrá voru 274. Greidd atkvæði voru 131 og af þeim samþykktu 114 verkfallsboðun, eða 87%.

Hins vegar er um að ræða boðun samúðarvinnustöðvunar vegna félagsmanna Eflingar sem starfa hjá skólum sem eiga aðild að Samtökum sjálfstæðra skóla:

Samúðarvinnustöðvunin tekur til allra félagsmanna Eflingar sem vinna hjá skólum sem eiga aðild að Samtökum sjálfstæðra skóla.

Á kjörskrá var 291. Greidd atkvæði voru 152 og af þeim samþykktu 137 verkfallsboðun, eða 90%.

Skólarnir sem samúðarverkfallið beinast einkum að eru:

 • Vinagarður, Reykjavík (rekstraraðili: KFUM og KFUK á Íslandi)
 • Leikskólinn Sjáland, Garðabæ (rekstraraðili: Sjáland ehf.)
 • Leikskólinn Sælukot, Reykjavík (rekstraraðili: Sælutröð)
 • Leikskólinn Vinaminni, Reykjavík (rekstraraðili: Leikskólinn Vinaminni ehf)
 • Leikskólinn Lundur, Reykjavík (rekstraraðili: Lundur ehf)
 • Skerjagarður, Reykjavík (rekstraraðili: Skerjagarður ehf)
 • Fossakot, Reykjavík (rekstraraðili: LFA ehf)
 • Korpukot, Reykjavík (rekstraraðili: LFA ehf)
 • Laufásborg, Reykjavík (rekstraraðili: Hjallastefnan ehf)
 • Askja, Reykjavík (rekstraraðili: Hjallastefnan ehf)
 • Barnaskóli Hjallastefnunnar Reykjavík, Reykjavík (rekstraraðili: Hjallastefnan ehf)
 • Skóli Ísaks Jónssonar, Reykjavík (rekstraraðili: Skóli Ísaks Jónssonar ses.)
 • Regnboginn, Reykjavík (rekstraraðili: Dignitas ehf)
 • Mánagarður, Reykjavík (rekstraraðili: Félagsstofnun stúdenta)
 • Sólgarður, Reykjavík (rekstraraðili: Félagsstofnun stúdenta)
 • Leikgarður, Reykjavík (rekstraraðili: Félagsstofnun stúdenta)
 • Ársól, Reykjavík (rekstraraðili: Skólar ehf)
 • Suðurhlíðarskóli, Reykjavík (rekstraraðili: Kirkja aðventista)
 • Barnaheimilið Ós, Reykjavík (rekstraraðili: Barnaheimilið Ós)
 • Tjarnarskóli, Reykjavík (rekstraraðili: Tjarnarskóli ehf)
 • Waldorfskólinn Lækjarbotnum, Kópavogi (rekstraraðili: Waldorfskólinn í Lækjarbotnum)
 • Waldorfskólinn Sólstafir, Reykjavík (rekstraraðili: Waldorfleikskólinn Sólstafir)