Skip to main content
Frétt frá ríkissáttasemjara

Verkföllum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna frestað

Embætti ríkissáttasemjara hefur borist tilkynning um frestun verkfallsaðgerða félagsmanna Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna gagnvart ríki og sveitarfélögum. Frestun verkfalla gildir þar til hættustigi almannavarna vegna kórónuveiru (COVID-19) hefur verið aflýst.