SA hefur vísað kjaradeilu við Sjómannafélag Íslands  v/félagsmanna SÍ á Herjólfi til ríkissáttasemjara.

Samningsaðilar gerðu samkomulag um nýja viðræðuáætlun í júlí þar sem stefnt var að því að viðræðunum yrði lokið fyrir 17. ágúst.

Það tókst ekki og er kjaradeilan því komin á borð ríkissáttasemjara aftur.

Verkalýðsfélag Akraness og VR hafa boðað ótímabundið yfirvinnubann frá miðnætti 1. september og verkfall frá miðnætti 1. desember,

Samningar hafa verið lausir frá 1. janúar 2020 og  var kjaradeilunni vísað til ríkissáttasemjara 26. maí sl.

 

Þrjú sáttamál bættust á borð  ríkissáttasemjara júlí.

Verkfræðingafélag Íslands vísaði kjaradeilu við Landsnet vegna tæknfólks,

VM, RSÍ v/FÍR og FRV, FIT, VR og Hlíf vísuðu deilu sinni við Rio Tinto í Straumsvík

og VM, Félag Vélstjóra og málmtæknimanna v/félagsmanna er starfa hjá Hafrannsónarstofnun deilu við fjármála- og efnahagsráðherra.

Fjórtán kjaradeilur eru því til meðferðar hjá embættinu.