Nýju sáttamáli hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Þetta er mál Samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins. Að samfloti iðnaðarmanna standa Rafiðnaðarsamband Íslands, Samiðn, Matvís, VM félag vélstjóra og málmtæknimanna, Grafía, Byggiðn og FHS félag hársnyrtisveina.

 

Tvö ný mál eru nú til meðferðar hjá ríkissáttasemjara. Þetta eru mál 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og SA sem vísað var til meðferðar 21. febrúar, og mál Landsambands íslenskra verslunarmanna (að undanskildu VR) og SA sem vísað var 22. febrúar. Í báðum tilfellum runnu kjarasamningar aðila út þann 31. desember sl.

Samningafundi Eflingar, VLFA, VLFG og VR og SA sem hófst klukkan 14:00 er lokið. Annar fundur hefur ekki verið boðaður.