Skip to main content

Fundur norrænna ríkissáttasemjara í Kaupmannahöfn

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Annað hvert ár hittast ríkissáttasemjarar allra norðurlanda á fundum þar sem rætt er um það sem ber hæst í starfsemi hvers embættis fyrir sig. Embættin skiptast á að halda fundinn og í þetta sinn fer hann fram í Kaupmannahöfn.

Hver ríkissáttasemjari flytur skýrslu um helstu atriði í starfseminni frá síðasta fundi. Að auki er þema á hverjum fundi og í ár er það áskoranir tengdar deilihagkerfinu og notkun embættanna á samfélagsmiðla.

Athygli vekur að af fimm ríkissáttasemjurum norðurlanda eru nú fjórar konur og hafa þær aldrei verið fleiri.

Fullbókað á námstefnu í samningagerð 5.-7. nóvember

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Fullbókað er á námstefnu í samningagerð dagana 1.-3. október og 5.-7. nóvember. Áhugasömum er bent á að skrá sig annað hvort 15.-17. október eða 19.-21. nóvember. Námstefnurnar verða haldnar á B59 hótel í Borgarnesi. Markmið þeirra er að

▪ Efla færni samninganefndarfólks
▪ Auka fagmennsku við kjarasamningaborðið
▪ Stuðla að órofa samningaferli

Námstefnurnar eru hugsaðar fyrir allt samninganefndafólk á landinu, bæði í samninganefndum stéttarfélaga og launagreiðenda.

Skráning fer fram hér

Námstefna í samningagerð haldin fjórum sinnum í haust

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á námstefnu í samningagerð dagana 15.-17. október, til viðbótar við þær dagsetningar sem áður hafa verið auglýstar.

Áhugasöm eru hvött til að skrá sig til þátttöku sem fyrst en enn eru laus sæti dagana 15.-17. október, 5.-7. nóvember og 19.-21. nóvember.

Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningaeyðublað má finna hér

Emma Björg Eyjólfsdóttir veitir nánari upplýsingar í síma 511-4411 eða í gegnum netfangið emma@rikissattasemjari.is