Skip to main content
Frétt frá ríkissáttasemjara

Fundur norrænna ríkissáttasemjara í Kaupmannahöfn

By 19. september, 2018No Comments

Annað hvert ár hittast ríkissáttasemjarar allra norðurlanda á fundum þar sem rætt er um það sem ber hæst í starfsemi hvers embættis fyrir sig. Embættin skiptast á að halda fundinn og í þetta sinn fer hann fram í Kaupmannahöfn.

Hver ríkissáttasemjari flytur skýrslu um helstu atriði í starfseminni frá síðasta fundi. Að auki er þema á hverjum fundi og í ár er það áskoranir tengdar deilihagkerfinu og notkun embættanna á samfélagsmiðla.

Athygli vekur að af fimm ríkissáttasemjurum norðurlanda eru nú fjórar konur og hafa þær aldrei verið fleiri.