Sumarlokun

Skrifstofa ríkissáttasemjara verður lokuð vegna sumarleyfa frá 2. júlí til 7. ágúst.

Undirritun kjarasamnings

Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og Fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs undirrituðu kjarasamninginn á sjötta tímanum í dag. Alls voru haldnir níu sáttafundir í málinu sem var vísað til embættis ríkissáttasemjara þann 5. febrúar síðastliðinn.

Tvö ný sáttamál

Tveimur nýjum sáttamálum hefur verið vísað til meðferðar hjá ríkissáttasemjara. Þetta eru mál Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Samtaka atvinnulífsins vegna Air Iceland Connect og mál Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs vegna Landhelgisgæslunnar.

Alls eru nú fimm sáttamál til meðferðar hjá ríkissáttasemjara.

Þrjár námstefnur í samningagerð í haust

Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að halda námstefnu í samningagerð þrisvar sinnum í haust. Fyrsta námstefnan var haldin dagana 2.-4. maí og heppnaðist hún afar vel.

Námstefnurnar í haust verða haldnar dagana:

1.-3. október

5.-7. nóvember

19.-21. nóvember

Kjarasamningur undirritaður

Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs vegna Landhelgisgæslunnar undirrituðu kjarasamning á 7. tímanum í gær, 8. maí. Vinnustöðvun sem hefjast átti klukkan 7:30 11. maí hefur verið frestað til klukkan 7:30 þann 23. maí.

Vinnustöðvun hefst á föstudag

Kjarasamningur Flugvirkjafélags Íslands og Fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs vegna Landhelgisgæslunnar var felldur í atkvæðagreiðslu. Verkfalli sem hefjast átti að morgni 25. apríl var frestað til klukkan 7:30 föstudaginn 11. maí. Vinnustöðvunin hefst því næstkomandi föstudag nema nýr kjarasamningur verði undirritaður.