Lokað verður á skrifstofu ríkissáttasemjara í Dymbilviku. Við opnum að nýju þriðjudaginn 3. apríl. Gleðilega páska.

Máli Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Air Iceland Connect hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Kjarasamningur aðila hefur verið laus frá 31. ágúst sl. Fundur verður boðaður í málinu innan tíðar.

Forsætisráðherra hefur skipað nefnd um umbætur á úrvinnslu og nýtingu launatölfræðiupplýsinga í samræmi við niðurstöðu fundar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launatölfræði sem fram fór í janúar sl.

Emma Björg Eyjólfsdóttir, sérfræðingur hjá ríkissáttasemjara mun sitja í nefndinni fyrir hönd embættisins.

Nefndinni er ætlað að ljúka störfum fyrir árslok 2018.

 

Á árinu 2018 mun ríkissáttasemjari standa fyrir námstefnu í samningagerð fyrir íslenskt samninganefndafólk. Námstefnan fer fram á Bifröst og verður haldin tvisvar sinnum á árinu; 2.-4. maí og 1.-3. október og geta þátttakendur valið á milli þessara dagsetninga. Á námstefnunni verður fjallað um þætti á borð við leikreglur á vinnumarkaði, samskipti og ábyrgð, góða samningahætti og teymisvinnu svo eitthvað sé nefnt.

Skráning stendur yfir í gegnum vef ríkissáttasemjara og dagskrá námstefnunnar má nálgast hér að neðan.

Námstefna í samningagerð

Fyrirspurnum svarar Emma Björg Eyjólfsdóttir í síma 511-4411 eða í gegnum netfangið emma@rikissattasemjari.is

 

Samninganefndir Félags íslenskra náttúrufræðinga og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs undirrituðu kjarasamning á fjórða tímanum í nótt. Samningurinn gildir til 31. mars 2019.