Skip to main content
Alþýðusamband Íslands, Efling, LV

Atkvæðagreiðslu um tímabundna vinnustöðvun félagsmanna Eflingar lauk þann 28. febrúar. Á kjörskrá voru 7950 félagsmenn. Atkvæði greiddu 862. Samþykkir verkfallsboðun voru 769 og var tillaga um verkfallsboðun því samþykkt með 89% greiddra atkvæða. Vinnustöðvunin tekur til þrifa, hreingerninga og frágangs herbergja og annarrar gistiaðstöðu á hótelum og gistihúsum.

Vinnustöðvunin mun hefjast klukkan 10:00 að morgni 8. mars 2019 og henni mun ljúka þann sama dag klukkan 23:59 nema kjarasamningar takist fyrir þann tíma.