
Samkvæmt lögum 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur ber stéttarfélögum og launagreiðendum að skila viðræðuáætlun til ríkissáttasemjara að lágmarki 10 vikum áður en kjarsamningur aðila rennur út. Hafi viðræðuáætlun ekki borist 8 vikum áður en samningurinn rennur út skal ríkissáttasemjari útbúa viðræðuáætlun fyrir aðila.
Ríkissáttasemjari hvetur aðila til að senda viðræðuáætlanir innan tilskilins frests.
Nánari upplýsingar um skil viðræðuáætlana má nálgast hér.