Skip to main content
Frétt frá ríkissáttasemjara

Stéttarfélög sjómanna skrifa undir kjarasamninga

By 10. febrúar, 2023febrúar 13th, 2023No Comments

Samningar tókust milli Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og Samtaka atvinnulífsins (SA) annars vegar og

  • Félags skipstjórnarmanna, Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi í Vestmannaeyjum og Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Vísis á Suðurnesjum
  • Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur
  • Sjómannasambands Íslands, fyrir hönd:
    • Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Snæfellinga, Verkalýðs og sjómannafélags Bolungarvíkur, Verkalýðsfélags Vestfirðinga (VerkVest), Stéttarfélagsins Samstöðu, Öldunnar – stéttarfélags – Sauðárkróki, Sjómannafélags Ólafsfjarðar, Sjómannafélags Eyjafjarðar, Framsýnar – stéttarfélags, Verkalýðsfélags Þórshafnar, ASA vegna AFL – starfsgreinafélags, Sjómannafélagsins Jötuns – Vestmannaeyjum, Verkalýðsfélagsins Bárunnar, Eflingu- stéttarfélags, Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis auk Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis
  • VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna

hins vegar um framlengingu á kjarasamninga þessara aðila, með ýmsum breytingum. Ná þær meðal annars til aukinna lífeyrisréttinda og hækkun kaupliða. Fulltrúar hlutaðila undirrituðu kjarasamninga þess efnis aðfaranótt föstudagsins 10. febrúar, í húsakynnum embættis ríkissáttasemjara í Höfðaborg – Borgartúni. Gildistími samninganna er til næstu 10 ára, sem er einsdæmi. Þeir bíða nú atkvæðagreiðslu félagsmanna til endanlegrar staðfestingar.