Skip to main content
Frétt frá ríkissáttasemjara

Starfsemi ríkissáttasemjara síðustu vikur

Síðastliðnar fjórar vikur hafa verið annasamar hjá embætti ríkissáttasemjara.

Haldnir hafa verið 35 sáttafundir undir stjórn ríkissáttasemjara á tímabilinu og hafa fundirnir staðið yfir í samtals 339 klukkustundir.

Fundað hefur verið virka daga og um helgar alla daga að undanskildum tveimur dögum. Fundir hafa staðið allan daginn, og eftir atvikum fram á kvöld þessa daga.

Þrír aðstoðarsáttasemjarar hafa komið að sáttamiðlun á þessu tímabili á einstaka fundum.

Um þessar mundir eru til meðferðar hjá embættinu kjaradeila Eflingar, VLFA, VLFG, VR, Framsýnar, LÍV og SA, deila Starfsgreinasambandsins og SA, deila Samflots iðnaðarmanna og SA og deila Mjólkurfræðingafélags Íslands og SA. Fyrirhuguð eru áframhaldandi fundahöld í þessum málum á næstu dögum.