Skip to main content
Frétt frá ríkissáttasemjara

Spennandi sumarstörf hjá embætti Ríkissáttasemjara sumarið 2021

Embætti Ríkissáttasemjara leitar eftir tveimur háskólanemum til að vinna að verkefnum sem unnin verða hjá embættinu í sumar. Um er að ræða 100% störf. Leitað er eftir nemendum frá eftirfarandi námsbrautum:
– Tölvunarfræði
– Upplýsingafræði
– Félagsfræði
– Hagfræði
– Stjórnmálafræði
Ráðningartímabil er til þriggja mánaða og hefst í síðastalagi 1. júní.

Lýsing á verkefninu í heild, markmiðum þess og umfangi
Verkefnið snýr að fjölþættri greiningu á kjarasamningum síðustu samningalotu sem telja rúmlega 300 samninga og bera saman umhverfið á Íslandi við hin Norðurlöndin. Skoðaðir verða einstaka þættir í kjarasamningaferlinu með það fyrir augum að bæta ferlið á Íslandi með því að nota svokölluðu „bestu leið”.
Það sem væri skoðað sérstaklega er samanburður samningaferlinu og hvort samningur taki við af samningi. Kjarasamningar verða settir á samanburðarhæft form sem auðveldar framtíðar samanburð og samanburðarskýrsla unnin til upplýsinga fyrir embættið, stjórnvöld og aðila vinnumarkaðsins þar sem leiðir til að bæta ferlið yrðu kannaðar. Niðurstöðurnar nýtast bæði embætti Ríkissáttasemjara, stjórnvöldum og aðilum vinnumarkaðsins fyrir nauðsynlegar úrbætur á kjarasamningsgerð.

Hæfniskröfur

Hlutverk námsmanna
Tekið er þátt í mótun greiningarkerfis, skjalavörslu, afla gagna, setja á form til greiningar, coda, greina gögn og vinna að tillögum út frá niðurstöðum.
Þáttur umsjónarmanna
Umsjónarmenn, sem eru ríkissáttasemjari og aðstoðarsáttasemjari, vinna með nemendum við að skilgreina verkefnið nánar og vera þeim innan handar og til leiðbeiningar í gegnum allt ferlið.

Með umsókn þarf að fylgja:
– Ferilskrá
– Kynningarbréf

Umsóknarfrestur er 15. maí 2021 og sendist á aldis.sigurdardottir@rikissattasemjari.is