Skip to main content
Frétt frá ríkissáttasemjara

Skil viðræðuáætlana vegna samninga sem renna út 31. mars

Ríkissáttsemjari minnir á að samkvæmt  23. grein laga 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur skulu viðsemjendur skila viðræðuáætlun til ríkissáttasemjara eigi síðar en 10 vikum áður en samningar renna út. Þann 31. mars renna 152 samningar út og er síðasti skiladagur viðræðuáætlana vegna þeirra föstudagurinn 18. janúar.