Skip to main content
Frétt frá ríkissáttasemjara

Samtök atvinnulífsins boða verkbann

By 23. febrúar, 2023No Comments

Samtök atvinnulífsins boðuðu verkbann þann 22. febrúar 2023.

Verkbannið tekur til aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins og nær til félagsmanna Eflingar – stéttarfélags, sem starfa á félagssvæði stéttarfélagsins og sinna störfum sem falla undir:

  • Almennan kjarasamning SA og Eflingar
  • Kjarasamning SA og Eflingar vegna veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi

Verkbannið er ótímabundið og hefst kl. 12:00 fimmtudaginn 2. mars 2023.
Atkvæði voru greidd á grundvelli gildandi atkvæðaskrár SA. Þátttaka var 87,9% af heildaratkvæðafjölda. Atkvæði með boðuninni voru 94,7% gegn 3,3%. 2,0% tóku ekki afstöðu.