Vaffla er kvenkynsnafnorð komið úr dönsku á 19. öld og er samkvæmt www.malid.is þunn kaka úr hrærðu deigi bökuð í vöfflujárni, oft borðuð með sultu og rjóma. Vaffla beygist svo í eintölu; hér er vaffla, um vöfflu, frá vöfflu, til vöfflu og í fleirtölu; hér eru vöfflur, um vöfflur, frá vöfflum, til vafflna.