„Rann­sókn­ir benda hins veg­ar ein­dregið til þess að við séum flest slæm­ir samn­inga­menn! Marg­ir ótt­ast að semja og biðja um það sem þeir vilja – og sætta sig því við það sem þeir geta fengið án telj­andi samn­inga. Með því að nýta ein­fald­ar og heiðarleg­ar aðferðir nærðu hins veg­ar ekki aðeins betri ár­angri fyr­ir þig held­ur get­ur þú einnig á sama tíma aukið traust og skapað verðmæti fyr­ir aðra. Fyrsta skrefið er að nýta tæki­færi sem gef­ast til að semja – sýna hug­rekki! Aldrei samþykkja fyrsta til­boð, bæði vegna þess að það eru all­ar lík­ur á að þú get­ir náð betri niður­stöðu með móttil­boði og vegna þess að það eru lík­ur á að mótaðil­inn þinn verði ánægðari ef þú set­ur fram móttil­boð. Alltaf finna fleiri val­mögu­leika en að semja við nú­ver­andi mótaðila; jafn­vel þó að þú sért sann­færð um að geta lokið samn­ing­um borg­ar sig að gera það sem þú get­ur til að bæta val­mögu­leika þína.“ segir Aðalsteinn Leifsson.

Lesa viðtal birt á mbl.is