Skrifstofustjóri og ríkissáttasemjari við vöfflujárnið.

Vöfflur og vöfflubakstur við undirritun kjarasamninga hjá embætti ríkissáttasemjara heyrir nú sögunni til. Ástæðuna segir ríkissáttasemjari vera vilja til að nýta starfskrafta starfsmanna með öðrum hætti. Vöffluhefðin hefur verið við lýði í meira en 20 ár.

„Vöfflurnar eru dásamlegar, það elska allir vöfflurnar og það er svolítið kvartað að fólk fái ekki lengur vöfflur,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari.

Lesa frétt birta á visir.is