„Rannsóknir benda hins vegar eindregið til þess að við séum flest slæmir samningamenn! Margir óttast að semja og biðja um það sem þeir vilja – og sætta sig því við það sem þeir geta fengið án teljandi samninga. Með því að nýta einfaldar og heiðarlegar aðferðir nærðu hins vegar ekki aðeins betri árangri fyrir þig heldur getur þú einnig á sama tíma aukið traust og skapað verðmæti fyrir aðra. Fyrsta skrefið er að nýta tækifæri sem gefast til að semja – sýna hugrekki! Aldrei samþykkja fyrsta tilboð, bæði vegna þess að það eru allar líkur á að þú getir náð betri niðurstöðu með móttilboði og vegna þess að það eru líkur á að mótaðilinn þinn verði ánægðari ef þú setur fram móttilboð. Alltaf finna fleiri valmöguleika en að semja við núverandi mótaðila; jafnvel þó að þú sért sannfærð um að geta lokið samningum borgar sig að gera það sem þú getur til að bæta valmöguleika þína.“ segir Aðalsteinn Leifsson.