Skip to main content
Frétt frá ríkissáttasemjara

Nýr og endurbættur vefur ríkissáttasemjara

Yfirlit yfir gildistíma og lausa kjarasamninga á landinu og dagbók með upplýsingum um boðaða fundi hjá ríkissáttasemjara eru meðal gagnlegra nýjunga á endurgerðum vef embættisins, auk greinargóðra upplýsinga um hlutverk ríkissáttasemjaraembættisins, vinnudeilur og samsetningu vinnumarkaðarins og kjarasamninga.

Á forsíðu vefs ríkissáttasemjara má nú sjá tímalínu lausra kjarasamninga til ársloka 2019 en fjölmargir samningar renna út fram að þeim tíma. Má t.d. nefna að í ágúst á þessu ári renna 29 samningar út, 77 í desember 2018 og í mars 2019 losna 128 samningar, samkvæmt þessu yfirliti sem unnið er samkvæmt bestu yfirsýn embættis ríkissáttasemjara. Alls losna 50 kjarasamningar á þessu ári, á næsta ári losna 80 samningar og 138 kjarasamningar renna út árið 2019.

Önnur áhugaverð nýjung á forsíðu vefsins er dagatal embættisins þar verður hægt að sjá hvaða samningafundir eru bókaðir hjá embættinu á hverum tíma. Þessi nýjung ætti að gagngast mörgum, ekki síst blaða- og fréttamönnum, þegar fundum vegna kjaradeilna fjölgar hjá ríkissáttasemjara.

Á vefnum eru einnig greinargóðar upplýsingar um embætti ríkissáttsemjara, vinnudeilur og kjarasamninga. Má þar m.a. nefna yfirlit yfir samsetningu íslenska vinnumarkaðarins og greiningu á vinnustöðunum hérlendis á sl. árum. Hún sýnir að á árunum 2008-2016 voru boðaðar vinnustöðvanir í 101 þeirra sáttamála sem voru til meðferðar á tímabilinu og kom vinnustöðvun til framkvæmda í 48 málum.