Skip to main content
Frétt frá ríkissáttasemjara

Niðurstaða Landsréttar um miðlunartillögu embættis ríkissáttasemjara

By 15. febrúar, 2023No Comments

Úrskurður var kveðinn upp í Landsrétti, mánudaginn 13. febrúar, um kröfu embættis ríkissáttasemjara um að fá aðgengi að skrá allra atkvæðisbærra félagsmanna Eflingar – stéttarfélags um miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu stéttarfélagsins og Samtaka atvinnulífsins. Landsréttur snéri við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hafði áður heimilað kröfu embættisins. Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að embætti ríkissáttasemjara sé ótvírætt heimilt að eiga frumkvæði að því að efna til atkvæðagreiðslu og gefa fyrirmæli um framkvæmd þeirrar miðlunartillögu sem lögð hefur verið fram. Hins vegar sé ekki ljóst að embættinu sé heimilt að knýja aðila vinnudeilu til afhendingar kjörskrár eða aðgangs að henni.

Úrskurðinn er að finna á vefsvæði Landsréttar – https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?Id=88c38f48-8cec-4428-8955-6296a4b0dba9&verdictid=1c827f0a-9956-4792-be3e-84d16e01bb69