Skip to main content
Frétt frá ríkissáttasemjara

Niðurstaða Héraðsdóms um miðlunartillögu embættis ríkissáttasemjara

By 10. febrúar, 2023No Comments
Héraðsdómur Reykjavíkur

Úrskurður var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur, mánudaginn 6. febrúar, um kröfu embættis ríkissáttasemjara um að fá aðgengi að skrá allra atkvæðisbærra félagsmanna Eflingar – stéttarfélags um miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu stéttarfélagsins og Samtaka atvinnulífsins. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að embætti ríkissáttasemjara hefði sýnt fram á rétt sinn til að leggja fram miðlunartillögu, með þeim hætti sem raun bar vitni. Í kjölfarið heimilaði dómurinn kröfu embættisins en hafnaði jafnframt kröfu Eflingar um frestun réttaráhrifa, á meðan úrskurði æðra dómsvalds væri beðið.

Úrskurðinn er að finna á vefsvæði Héraðsdóms Reykjavíkur – https://www.heradsdomstolar.is/domar/domur/?id=c736e76d-180a-4d42-b61f-427c7de8547f