Á árinu 2018 mun ríkissáttasemjari standa fyrir námstefnu í samningagerð fyrir íslenskt samninganefndafólk. Námstefnan fer fram á Bifröst og verður haldin tvisvar sinnum á árinu; 2.-4. maí og 1.-3. október og geta þátttakendur valið á milli þessara dagsetninga. Á námstefnunni verður fjallað um þætti á borð við leikreglur á vinnumarkaði, samskipti og ábyrgð, góða samningahætti og teymisvinnu svo eitthvað sé nefnt.
Skráning stendur yfir í gegnum vef ríkissáttasemjara og dagskrá námstefnunnar má nálgast hér að neðan.
Fyrirspurnum svarar Emma Björg Eyjólfsdóttir í síma 511-4411 eða í gegnum netfangið emma@rikissattasemjari.is