
Kjarasamningur milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og 11 aðildarfélaga BSRB var undirritaður á áttunda tímanum laugardaginn 10. mars 2023. Í kjölfarið var öllum boðuðum verkfallsaðgerðum í tengslum við deiluna aflýst.
Stéttarfélögin sem um ræðir eru: FOSA, FOSS, Kjölur, Sameyki, Starfsmannafélag Garðabæjar, Starfsmannafélag Húsavíkur, Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, Starfsmannafélag Mosfellsbæjar, Starfsmannafélag Kópavogs, Starfsmannafélag Suðurnesja og Starfsmannafélag Vestmannaeyja.