
Saminganefndir Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Fjármála- og efnahagráðherra fyrir hönd ríkissjóðs undirrituðu kjarasamning á fimmta tímanum í dag.
Málinu var vísað til ríkissáttasemjara 1. febrúar síðastliðinn. Með samþykkt samningsins er komið í veg fyrir að vinnustöðvun sem boðuð var þann 5. apríl síðastliðinn komi til framkvæmda.