
Samninganefndir Félags íslenskra flugumferðarstjóra og SA vegna Isavia undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. Máli FÍF og SA v. Isavia var vísað til ríkissáttasemjara þann 13. apríl 2019. Samningurinn gildir til 31. desember 2020. Atkvæðagreiðsla um samninginn mun fara fram á næstu dögum.