
Kennarasamband Íslands v/Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa vísað kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara.
Kjarasamningur milli aðila hefur verið laus síðan 30. júní 2019, og samningaviðræður staðið frá því í apríl síðastliðnum án þess niðurstaða næðist.