
Embætti ríkissáttasemjara hefur borist tilkynning um frestun verkfallsaðgerða félagsmanna Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna gagnvart ríki og sveitarfélögum. Frestun verkfalla gildir þar til hættustigi almannavarna vegna kórónuveiru (COVID-19) hefur verið aflýst.