Skip to main content
Frétt frá ríkissáttasemjara

Flugfreyjufélag Íslands og SA vegna Icelandair undirrita kjarasamning

Kjarasamningur var undirritaður á milli samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair klukkan 4:00 í nótt.

Fundurinn var sá 49. sem haldinn var í málinu, en því var vísað til ríkissáttasemjara 5. apríl 2019.

Síðasti fundur í málinu stóð í alls 32 klukkustundur að meðtöldu stuttu fundarhléi í fyrri nótt.

Kjarasamningurinn gildir til 30. september 2025.