
Ákveðið hefur verið að bjóða upp á námstefnu í samningagerð dagana 15.-17. október, til viðbótar við þær dagsetningar sem áður hafa verið auglýstar.
Áhugasöm eru hvött til að skrá sig til þátttöku sem fyrst en enn eru laus sæti dagana 15.-17. október, 5.-7. nóvember og 19.-21. nóvember.
Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningaeyðublað má finna hér
Emma Björg Eyjólfsdóttir veitir nánari upplýsingar í síma 511-4411 eða í gegnum netfangið emma@rikissattasemjari.is