Skip to main content
Frétt frá ríkissáttasemjara

Efling – stéttarfélag boðar vinnustöðvun

By 31. janúar, 2023No Comments

Efling – stéttarfélag boðaði vinnustöðvun þann 31. janúar. Vinnustöðvunin nær til þeirra starfa sem unnin eru á starfsstöðvum Íslandshótela og Fosshótela Reykjavíkur, skv. kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Eflingar – stéttarfélags vegna veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi.

Starfsstöðvar fyrirtækjanna tveggja á félagssvæði Eflingar – stéttarfélags eru eftirfarandi:

  • Fosshótel Reykjavík
  • Hótel Reykjavík Grand
  • Hótel Saga Grand
  • Hótel Reykjavík Centrum
  • Fosshótel Baron
  • Fosshótel Lind
  • Fosshótel Rauðará

Vinnustöðvunin tekur, eftir atvikum, einnig til fleiri starfsstöðva ofangreindra fyrirtækja á félagssvæði Eflingar, sem ekki eru taldar upp.

Vinnustöðvunin er ótímabundin og hefst klukkan 12:00 á hádegi þann 7. febrúar 2023.

Á kjörskrá voru 287 félagsmenn Eflingar – stéttarfélags sem vinnustöðvunin tekur til. Af þeim greiddu 189 atkvæði. Atkvæði með boðuninni voru 124 (65,6%) gegn 58 (30,7%). 7 atkvæði (3,7%) töldust auð eða ógild.