Skip to main content
Frétt frá ríkissáttasemjara

Efling – stéttarfélag boðar vinnustöðvanir

By 8. febrúar, 2023No Comments

Efling – stéttarfélag boðaði neðangreindar vinnustöðvanir þann 8. febrúar 2023:

Vinnustöðvun hjá hótelum keðjunnar Berjaya Hotels Iceland og hótelinu The Reykajvík Edition. Vinnustöðvunin nær til starfa á tilteknum starfsstöðvum sem unnin eru skv. kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Eflingar – stéttarfélags vegna veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. Starfsstöðvar fyrirtækjanna tveggja á félagssvæði Eflingar – stéttarfélags eru eftirfarandi:

 • Berjaya:
  • Alda hótel
  • Berjaya Reykjavík Marína
  • Reykjavík Marína Residence
  • Berjaya Reykjavík Natúra
  • Canop – Hilton Reykjavík
  • Hilton Reykjavík Nordica
  • Reykjavík Konsúlat
 • Cambridge Plaza Hotel Comp:
  • Reykjavík EDITION

Vinnustöðvunin er ótímabundin og hefst kl. 12:00 þann 15. febrúar 2023.

Á kjörskrá voru 487 félagsmenn Eflingar – stéttarfélags sem vinnustöðvunin tekur til. Af þeim greiddu 255 atkvæði. Atkvæði með boðuninni voru 209 (82,0%) gegn 40 (15,7%). 6 atkvæði (2,4%) töldust auð eða ógild.

Vinnustöðvun meðal bifreiðarstjóra hjá fyrirtæjunum Samskipum, Olíudreifingu og Skeljungi. Vinnustöðvunin nær til tiltekinna starfa á vegum fyrirtækjanna skv. aðalkjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Eflingar – stéttarfélags. Þessi störf eru:

 • Allur vörubifreiðaakstur á vegum Samskipa, sem gerður er út frá starfstöðvum þeirra á félagssvæði Eflingar.
 • Allrar vinnu við olíudreifingu á vegum Olíudreifingar og Skeljungs.

Vinnustöðvunin er ótímabundin og hefst kl. 12:00 þann 15. febrúar 2023.

Á kjörskrá voru 74 félagsmenn Eflingar – stéttarfélags sem vinnustöðvunin tekur til. Af þeim greiddu 57 atkvæði. Atkvæði með boðuninni voru 48 (84,2%) gegn 7 (12,3%). 2 atkvæði (3,5%) töldust auð eða ógild.