
Félagar í Blaðamannafélagi Íslands felldu kjarasamning sem undirritaður var föstudaginn 22. nóvember sl.
Á kjörskrá voru 380 og atkvæði greiddu 147 eða 38,7%.
Atkvæði féllu þannig að já sögðu 36,eða 24,5%, nei sögðu 105 eða 71,4% og auðir seðlar voru 6 eða 4,1%.
Fundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara kl. 15.00 í dag.