
Ótímabundin vinnustöðvun hefur verið boðuð hjá félagsmönnum Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfus. Vinnustöðvunin hefst klukkan 12:00 þriðjudaginn 5. mars. Á kjörskrá voru 260 félagsmenn Eflingar. Á kjörskrá voru 260 félagsmenn Eflingar. Verkfallsboðun hjá félagsmönnum Eflingar sem starfa í grunnskólum sveitarfélaganna var samþykkt með 89,35% greiddra atkvæða. Verkfallsboðun hjá félagsmönnum Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögunum á öðrum vnnustöðum en í grunnskólum var samþykkt með 88,17% greiddra atkvæða.