Samninganefndir Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM), Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) og Landsvirkjunnar komu saman í húsakynnum ríkissáttasemjara um tvö í eftirmiðdaginn, þann 22. mars. Samkomulag náðist um kjarasamning til 31. janúar 2024; en hann bíður nú staðfestingar félagsmanna í atkvæðagreiðslu.