Samtök atvinnulífsins boðuðu verkbann þann 22. febrúar 2023.
Verkbannið tekur til aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins og nær til félagsmanna Eflingar – stéttarfélags, sem starfa á félagssvæði stéttarfélagsins og sinna störfum sem falla undir:
- Almennan kjarasamning SA og Eflingar
- Kjarasamning SA og Eflingar vegna veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi
Verkbannið er ótímabundið og hefst kl. 12:00 fimmtudaginn 2. mars 2023.
Atkvæði voru greidd á grundvelli gildandi atkvæðaskrár SA. Þátttaka var 87,9% af heildaratkvæðafjölda. Atkvæði með boðuninni voru 94,7% gegn 3,3%. 2,0% tóku ekki afstöðu.