Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.

Lokað verður á skrifstofu ríkissáttasemjara á milli jóla og nýárs.

Fyrsti fundur Kjaratölfræðinefndar var haldinn í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag.

Samkomulag um stofnun Kjaratölfræðinefndar var undirritað þann 15. maí sl. en hún er samstarf heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga um undirbúning og eftirfylgni kjarasamninga. Markmiðið er að aðilar samkomulagsins hafi sameiginlegan skilning á þeim hagtölum sem mestu máli skipta við gerð kjarasamninga.

Aðild að nefndinni eiga forsætisráðuneyti, félagsmálaráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, Alþýðusamband Íslands, Bandalag háskólamanna, BSRB, Kennarasamband Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök atvinnulífsins og Hagstofa Íslands.

Félags- og barnamálaráðherra skipar í nefndina til fjögurra ára í senn eftir tilnefningu þeirra sem eiga aðild að nefndinni. Þá skipar ráðherra formann nefndarinnar án tilnefningar. Ríkissáttasemjari hýsir nefndina og sér henni fyrir funda- og starfsaðstöðu.

Í gær var undirritaður kjarasamningur Félags prófessora við ríkisháskóla og Fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs sem gildir til 31. mars 2023.

Atkvæðagreiðslu um samninginn lýkur föstudaginn 20. desember klukkan 14:00. Alls eru 363 félagsmenn á kjörskrá.