Atkvæðagreiðslum um kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við VR, LÍV og 19 aðildarfélög Starfsgreinasambandsins, sem undirritaðir voru þann 3. april síðastliðinn, lauk í vikunni og voru niðurstöður kunngerðar þann 24. apríl.

Samtals voru 36.835 manns á kjörskrá hjá öllum aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins og var kjörsókn í heildina 12,78%. Samningarnir voru samþykktir með 80,06% atkvæða en 17,33% greiddu atkvæði gegn þeim og 2,61% skiluðu auðum kjörseðlum.

Landssamband íslenskra verslunarmanna kynnti niðurstöður atkvæðagreiðslna um kjarasamninga sem gerðir voru á milli LÍV og SA annars vegar og VR og SA hins vegar. Á kjörskrá voru 37.375 manns og af þeim greiddu 7.757 manns atkvæði, eða 20,75%. Samningarnir voru samþykktir með 88,40% atkvæða, nei sögðu 9,85% og 1,79% skilaði auðum kjörseðli.

Auk þessa greiddu félagar VR og LÍV atkvæði um kjarasamning félaganna við Félag atvinnurekenda sem var undirritaður þann 5. apríl. Á kjörskrá voru 1.732 og kjörsókn var 26,67%. Samningurinn var samþykktur með 88,74% atkvæða. 10,17% sögðu nei og 1,08% skilaði auðu.

Alls taka þessir samningar til tæplega 76.000 manns.

 

Lokað verður hjá Embætti ríkissáttasemjara um páskana. Við opnum aftur þriðjudaginn 23. apríl.

Gleðilega páska.

Máli Félags íslenskra flugumferðarstjóra og SA vegna Isavia hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Málið er það sjöunda sem vísað er til embættisins á árinu.

Lokað verður á skrifstofu ríkissáttasemjara frá 1. júlí til 6. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks.

Máli Flugfreyjufélagi Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair var vísað til ríkissáttasemjara 5. apríl. Málið er það sjötta sem kemur til meðferðar hjá ríkissáttasemjara á árinu.

Vinnufundum Starfsgreinasambandsins, Eflingar, VR, VLFA, VLFG, LÍV, Framsýnar og SA sem hafa staðið yfir frá klukkan 9:00 í morgun hefur verið frestað til klukkan 8:00 í fyrramálið.

Uppúr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem ætlað er að standa til 1. nóvember 2022.

Samkomulagið er gert með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda og samþykki samninganefnda aðila en það verður nánar útfært af samningsaðilum á morgun og kynnt í kjölfarið.