Á sænsku heitir boðunardagur Maríu, 25. mars, „Vårfrudagen“ eða „Dagur jómfrúar vorrar“. Á þeim degi borða Svíar vöfflu með rjóma og sultu. Ástæðan? Jú, „Vårfrudagen“ – „Vårfrudagen“ – „Våffeldagen“ eða „Vöffludagurinn“. Og hvað gerir maður á Vöffludaginn? Ja, maður hlýtur að borða vöfflur … og það um allan heim, en Alþjóðlegi vöffludagurinn er einmitt 25.mars ár hvert.