Blaðamannfélag Íslands hefur boðað vinnustöðvun vegna félagsmanna sem starfa hjá Árvakri, Ríkisútvarpinu, Sýn og Torgi.
Vinnustöðvunin er tímabundin og framkvæmist svo:
Ljósmyndarar og tökumenn hjá ofangreindum atvinnurekendum og blaða- og fréttamenn á netmiðlum þeirra (mbl.is, visir.is, frettabldid.is og ruv.is) munu leggja niður störf á neðangreindum tímum:
föstudaginn 8. nóvember 2019 klukkan 10:00-14:00
föstudaginn 15. nóvember 2019 klukkan 10:00-18:00
föstudaginn 22. nóvember 2019 klukkan 10:00-22:00
Blaðamenn sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins auk ljósmyndara og tökumanna munu leggja niður störf fimmtudaginn 28. nóvember 2019 klukkan 10:00-22:00.
Á kjörskrá voru 211 félagsmenn. Atkvæði greiddi 131. Verkfallsboðun var samþykkt með 109 atkvæðum, eða 83,2% greiddra atkvæða.