
Ríkissáttasemjara barst í gær tilkynning um vinnustöðvanir tiltekins hóps félagsmanna Eflingar – stéttarfélags. Um er að ræða bæði tímabundnar og ótímabundnar vinnustöðvanir félagsmanna Eflingar sem starfa á hótelum, hjá rútufyrirtækjum og hjá Almenningsvögnum kynnisferða.
Vinnustöðvanir munu hefjast þann 18. mars náist ekki samningar fyrir þann tíma.