Í maí og september 2018 mun ríkissáttasemjari standa fyrir sameiginlegri fræðslu fyrir allt samninganefndafólk á Íslandi, en mælt er með slíkri fræðslu af Alþjóðavinnumálastofnuninni. Gróflega má áætla að á bilinu 300-400 manns eigi sæti í samninganefndum í hverri kjarasamningalotu.
Námstefnan verður haldin á Bifröst en á henni verður tekið á fjölmörgum atriðum sem skipta máli fyrir undirbúning kjarasamningagerðar og ætti hún að henta vel bæði reyndu samningafólki og nýliðum. Þá er tímasetningin valin með hliðsjón af því að hún henti aðilum vel til undirbúnings kjarasamninga en á þriðja hundruð kjarasamninga losna um áramótin 2018/2019 og í mars 2019.
Það er von ríkissáttasemjara að með sameiginlegri fræðslu alls samninganefndafólks verði hægt að stilla vel saman strengi og stuðla að skilvirku kjarasamningaferli þar sem samningur tekur sem oftast við af samningi.
Meðfylgjandi eru drög að dagskrá námskeiðanna.
Opnað verður fyrir skráningar um miðjan ágúst 2017.