Starfsmenn Rio Tinto í fimm verkalýðsfélögum hafa boðað til verkfalla í Straumsvík, sem hefjast 16. október.
Verkalýðfélagið Hlíf samþykkti verkfallsboðun með 80% greiddra atkvæða,
FIT – Félag iðn og tæknigreina samþykkti með 87%,
í Félagi rafeindavirkja voru 86% samþykkir verkfalli,
91% í Félagi íslenskra rafvirkja
og 85% í VM.
Ákveðnar starfsstéttir fara í dagleg verkföll út nóvember en ef ekki tekst að semja fyrir lok þess mánaðar hefst allsherjarverkfall 1. desember.