Samninganefndir Vm – félags vélstjóra og málmtæknimanna, Félags íslenskra rafvirkja, Félags rafeindavirkja, FIT – félags iðn- og tæknigreina, Verkalýðsfélagsins Hlífar og VR hafa undirritað kjarasamning við Samtök atvinnulífsins vegna Rio Tinto á Íslandi.
Samningarnir gilda til 31. mars 2021. Samhliða undirritun samninganna hefur áður boðuðum vinnustöðvunum félaganna verið frestað. Verkföll félagsmanna VR og verkalýðsfélagsins Hlífar frestast til 7. apríl og verkföll félagsmanna VM, FIT, FÍR og Félags rafeindavirkja frestast til 8. apríl.