
Kjarasamningur var undirritaður á milli Eflingar – stéttafélags og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. Kjarasamningur aðila rann út þann 31. mars 2019. Alls starfa um 540 manns undir kjarasamningnum. Gildistími hans er til 31. mars 2023.