
Á fjórða tímanum í dag var undirritaður kjarasamningur á milli 17 aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2020 til 30. september 2023. Um 4.000 félagar í aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins munu greiða atkvæði um samninginn og lýkur atkvæðagreiðslunni þann 10. febrúar.