
Á fjórða tímanum í nótt var undirritaður kjarasamningur á milli fimm aðildarfélaga Bandalags háskólamanna og Fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Félögin sem um ræðir eru Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Fræðagarður, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Stéttarfélag lögfræðinga.
Samningurinn gildir til 31. mars 2023.